Skóglendi
Skógar eru mikilvæg vistkerfi. Skógar sjá okkur fyrir hreinu vatni og lofti. Þeir geyma einnig mikinn kolefnisforða og gegna veigamiklu hlutverki í temprun loftslagsins. Skógar veita skjól, afþreyingu, lífsviðurværi og eru sögulega þýðingarmiklir fyrir samfélög manna og velsæld okkar.
Skógarvistkerfi eru í mikilli hættu vegna aukinnar skógareyðingar sem verður vegna fjölgunar mannkynsins og þörf okkar fyrir það að rækta fæðu. Um 4,7 milljónir hektarar hitabeltisskóga tapast á hverju ári, einkum vegna ásóknar í land fyrir ræktun olíupálma og nautgripabeit. Þeir skógar sem eftir standa eru margir hverjir einnig undir álagi vegna skógarhöggs, mengunar og ágengra skaðvalda. Skógarbrunar eru tíðari sökum hlýnandi loftslags og ágengni mannsins og þeir geta eyðilagt heilu skógarvistkerfin.
Endurheimt skógarvistkerfa felur í sér að gróðursetja tré eða sá fræi á eyddum skóglendum en einnig að bæta ástand og takmarka álag á skóga sem enn standa. Endurheimtin felur í sér gróðursetningu innlendra tegunda og verndun lífríkis, jarðvegs og vatnsuppspretta sem eru hluti vistkerfisins. Gamalt skóglendi, þar sem skógi var breytt í ræktarland en ræktun hætt, er oft kjörið land til endurheimtar skógar. Svo er einnig hægt að endurheimta skóglendi með því að huga að minni skógarsvæðum inn á milli annarra vistkerfa eins og ræktarlanda og þorpa.
Læra meira:
Lauslega þýtt af vef decadeonrestoration.org
Vertu með #GenerationRestoration
Fáðu nýjustu fréttir, frásagnir og reynslusögur