Votlendi
Votlendi finnast í næstum öllum löndum heims og þótt þau þeki aðeins um 3% af landsvæði jarðar, geyma þau um 30% af kolefni jarðvegs. Þau veita mikilvæga vistkerfisþjónustu eins og til dæmis að útvega okkur vatn, tempra flóð og þurrka og eru mikilvæg fæðu- og orkuuppspretta margs fólks. Votlendi heimsins eru einnig einu búsvæði margra sjaldgæfra tegunda dýra og plantna.
Þrátt fyrir mikilvægi votlendisvistkerfa hafa menn framræst og þurrkað upp stóran hluta votlendis jarðar, meðal annars í þeim tilgangi að búa til ræktunarland, byggja innviði, stunda námugröft og í leit að olíu og gasi til orkuframleiðslu. Skógareldar, ofbeit og mótekja raska einnig votlendisvistkerfum. Framræst votlendi eru aðeins 0.4% af landflatarmáli jarðar en eru engu að síður ábyrg fyrir um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.
Verndun óraskaðs votlendis og endurheimt framræsts votlendis eru mikilvægir hlekkir í baráttunni við að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2°C, því blautur votlendisjarðvegur er gríðarlega áhrifarík leið til þess að geyma kolefni í jarðveginum og halda því frá andrúmsloftinu. Það er ekki síður mikilvægt að endurheimta votlendi til þess að halda í alla aðra virkni þess. Endurheimt votlendis er ódýr og fyrirhafnarlítil leið sem skilar miklum ávinningi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og æ minnkandi líffræðilegri fjölbreytni innan vistkerfa heimsins.
Læra meira:
Lauslega þýtt af vef decadeonrestoration.org
Vertu með #GenerationRestoration
Fáðu nýjustu fréttir, frásagnir og reynslusögur